Gleðilegt nýtt ár.

Við hjá Forynju ræktun viljum óska öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári. Árið 2017 er búið að vera frábært og viðburðaríkt hjá okkur. Við áttum fyrsta gotið okkar 21. janúar þar sem fæddust 4 glæsilegir hvolpar 2 tíkur og 2 rakkar, undan Vonziu's Asynja og Juwika Fitness.
 Hvolparnir hjá okkur eru búnir að vera BOB og/eða BOS í bæði yngri og eldri hvolpaflokk á öllum sýningum HRFÍ allt árið 2017, núna eru "hvolparnir" komnir upp í fullorðins flokk og verður gaman að fylgast með þeim 2018. Forynju Aska varð einning annar besti hvolpur sýningar á september sýningu HRFÍ af 135 hvolpum.
 Forynju Aska lauk einning Bronsprófi í Hlýðni aðeins 8 mánaða gömul og er stigahæsti Schaferinn í Bronsprófi og í öðru og þriðja sæti yfir allar tegundir, þá kláraði hún líka Spor1 með fullt hús stiga eða 100 stig af 100 mögulegum og er þar með stigahæsti hundurinn í Spori1 aðeins 9 mánaða gömul.  
 Vonziu's Asynja tók þátt í Hlýðni III og fékk fyrstu einkunn, hún er fyrsti og eini hundurinn á Íslandi til að ná þeim glæsilega árangri. 
 Spennandi got eru á planinu hjá okkur 2018 undan Ck's Nikita og Vonziu's Asynja, hægt er að sjá meira um gotin hérna. Fullt af skemmtilegum viðburðum eru á döfinni 2018, námskeið, próf, sýningar og göngur. Það er ekki hægt að segja annað en að við erum spent fyrir nýja árinu og því sem það ber í skauti sér.

_MG_7843.jpg