Námskeið með Hilde á Akureyri.

Helgina 12 -14 ágúst kom  norski hundaþjálfarinn Hilde Marthinsen til Akureyrar og hélt námskeið í bæði Hlýðni og Rallý og voru 8 sem komust að með hunda og síðan voru 4 sem mættu til að horfa á og mættum við Ynja hressar og kátar. 
 Á laugardeginum kynnti hún fyrir okkur Rally sem er alveg gífurlega skemmtilegt, þetta er nokkuð nýtt sport og getum við ekki beðið eftir því að það verði haldið fleirri námskeið og farið að keppa í Rallý.
 Á sunnudeginum tókum við fyrir nokkrar æfingar Hlýðni 3,  Hilde gaf okkur góð og  skemmtileg ráð  til að æfa, þannig að við förum vel undirbúnar í haustið.

Flotti hópurinn sem mætti á námskeiðið hjá Hilde.

Flotti hópurinn sem mætti á námskeiðið hjá Hilde.