Þann 25. febrúar var fyrsta hlýðnipróf ársins haldið og mætti Vesen aftur til leiks eftir 10 vikna fæðingarorlof 💪
Hún lét pásuna ekki stoppa sig og landaði 1.einkunn og 1.sæti í Hlýðni III en þetta var í þriðja sinn sem Vesen náði 1.einkunn og öðlaðist hún þar með titlana OB-III og ISObCh! 🤩
Hún er þriðji schäferhundur landsins til þess að hljóta þessa titla en hinir eru mamma hennar Aska og amma hennar Ynja👏
Það sem við erum ánægð með Vesenið okkar, hún er einfaldlega best!🥰