Hlýðnipróf 26. ágúst !

Í gærkvöldi var haldið 6 Hlýðniprófið í ár á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ og eins og alltaf þá áttum við hjá Forynju ræktun frábæra fulltrúa ræktunarinnar okkar og bara frábæra fulltrúa tegundarinnar í prófinu.

 En í Hlýðni Brons var hún Forynju Bría skráð, en hún Bría náði heilum 175 stigum af 180 mögulegum og 1. sætinu með Bronsmerkið. Þar með er hún Bría orðin stigahæsti Schaferhundurinn frá upphafi í Hlýðni Brons en hún Bría náði að stela titlinum af systur sinni henni OB-I Forynju Bara Vesen sem var með 173,5 stig.

Í Hlýðni I vorum við með tvo hunda skráða og voru það Forynju Brjálaði Fenris Úlfurinn „Fenni“ og Forynju Ára. En hann Fenni náði 1.sætinu af 7 hundum með 1.einkunn og heil 192 stig af 200 mögulegum og er hann Fenni orðinn annar stigahæsti hundurinn á árinu yfir allar tegundir á eftir systur sinni henni Vesen.  Og hún Ára okkar náði 2.einkunn með 142 stig.

Previous
Previous

Fyrsta sporapróf árins 2021

Next
Next

Tvöföld sýning HRFÍ dagana 21-22 ágúst 2021