Welincha's Izla Fra Noregi væntanleg til Íslands.

Í febrúar fæddust 7 gullfallegir hvolpar hjá Welinchas ræktun í Noregi undan Welincha’s Olly og VA1 NUCH NV-17 AD BH IPO2 Falkøen's Vasko og kolféllum við fyrir einni tík úr gotinu. Ættbókin af hvolpunum heillaði okkur líka mjög mikið, en Olly er mamma Best in show winnersins ISCh NUCH DKCH Welincha’s Whimpy sem var hjá okkur í nokkra mánuði og hefur hún gefið af sér fleiri meistara og fallega hunda. Pabbinn er hinn stórglæsilegi Falkøen’s Vasko, en hann hefur í ár sigrað öll siegershow á norðurlöndunum. Vasko á glæsileg afkvæmi um allan heim og er undan einum eftirsóttasta ræktunarhundi í þýskalandi VA3 Marlo von Baccara.

Við festum kaup á tíkinni Welincha’s Izla fra Noregi, hún heillaði okkur strax með glæsilegri byggingu, yndislegu geðslagi og miklu vinnueðli. Hún mætir til landsins í lok þessa mánuðar og kemur út úr einangrun í október.

Izla er aðeins byrjuð að spóka sig um í sýningarhringnum í noregi og mætti til að mynda með pabba sínum í afkvæmahóp á Norsk winner þar sem hann átti besta afkvæmahóp í Noregi. Núna í ágúst mætti hún svo í stórann tíkarflokk þar sem hún fékk sérlega lofandi og 3. Sæti. Izlan okkar mun ábyggilega standa sig frábærlega á Íslandi og hlökkum við mikið til að fá hana til okkar.