Ára og Áki

Hvolparnir eru báðir búnir að opna augun og eru farnir að labba út um allt, hérna eru nokkrar myndir sem voru teknar af þeim um helgina.

Á gotið.

Þá eru hvolparnir okkar orðnir viku gamlir !
Heilsast öllum vel og stækka hvolparnir með hverjum deginum.

Látum nokkrar myndir fylgja af tvíburunum sem voru teknar í dag.

Á gotið komið í heiminn.

Þriðjudagsmorguninn 18 júní fæddust tveir gullfallegir hvolpar undan OB-II OB-I Vonziu’s Asynju og ISJCh Ivan von Arlett. Það fæddist ein tík og einn rakki og erum við alveg himinlifandi yfir þessum tveim gersemum !
Tvíburarnir munu bera nöfnin Forynju Áki og Forynju Ára !

Tvöföld júnísýning HRFÍ 8.-9. júní

Seinustu helgi var haldin tvöföld sýning á vegum HRFÍ. Á laugardeginum 8. júní var Reykjavík Winner og NKU sýning og á sunnudeginum 9. júní var Alþjóðlegsýning.

Við hjá Forynju ræktun vorum með fjóra hunda skráða báða dagana en aðal stjarna helgarinnar var hann Lider von Panoniansee ! En hann Lider varð besti rakki tegundar með Íslenskt og Norðurlanda meistarastig, varð Reykjavík Winner 2019, besti hundur tegundar og annar í tegundarhópi 1 á eftir aussie hundinum sem varð best in show.
Gætum við ekki verið ánægðari með þennan ofur hund sem við ásamt Rúnu hjá Gjósku ræktun eigum. En hann Lider er ný kominn út úr einangrun og var þetta fyrsta sýningin hans hér á landi.
Síðan var það hún ISTrCh OB-II OB-I Forynju Aska sem sýndi allar sýnar bestu hliðar um helgina og varð 4. besta tík fyrri daginn og 2. besta tík seinni daginn með íslenskt og vara-alþjóðlegt meistarastig !
Síðast en ekki síst var uppáhaldið okkar ISJCh Ivan von Arlett 3. besti rakki tegundar.

Við erum alveg í skýjunum með árangur helgarinnar og hér fyrir neðan má sjá helstu úrslít helgarinnar.

Reykjavík Winner og NKU sýning 8. júní.

Lider von Panoniansee : 1. sæti unghundafl. með excellent og meistaraefni, Besti rakki með Íslenskt og Norðurlanda meistarastig, Reykjavík Winner 2019. BESTI HUNDUR TEGUNDAR og BEST IN GROUP 2 !
ISJCh Ivan von Arlett : 2. sæti unghundafl. með excellent
Forynju Aston : 4 sæti opinn fl. með very good.
ISTrCh OB-II OB-I Forynju Aska : 1. sæti vinnuhundafl. með excellent og meistaraefni. 4. besta tík tegundar.

Alþjóðlegsýning 9.júní.

Lider von Panoniansee : 2. sæti unghundafl. með excellent.
ISJCh Ivan von Arlett : 1. sæti unghundafl með excellent og meistaraefni. 3. besti rakki tegundar.
Forynju Aston : Unghundafl. very good.
ISTrCh OB-II OB-I Forynju Aska : 1. sæti vinnuhundafl. með excellent og meistaraefni. 2. besta tík tegundar með íslenskt og vara-alþjóðlegt meistarastig !

Tvöfallt próf á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ

Á uppstigningardag, þann 30 maí, var haldið tvöfallt vinnupróf á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ.
Dagurinn byrjaði á hlýðniprófi kl 10. Prófið var haldið í reiðhöllinni Kjóavöllum (Andvara) og dómari var Albert Steingrímsson. Alls voru 10 hundar skráðir í prófið og voru tveir hundar skráðir frá Forynju ræktun og voru það systkinin Forynju Aston (Váli) og Forynju Aska.
Váli og eigandinn hans Heiðrún voru bæði að mæta í fyrsta skiptið í hlýðnipróf. Váli var skráður í Hlýðni Brons og gerðu þau sér lítið fyrir og náðu 1. sæti með 162,5 stig og fengu Bronsmerkið ! Alveg hrikalega flottur árangur hjá þeim.
Síðan var það Aska systir hans Vála sem var skráð í Hlýðni II. Aska átti heldur betur góðan dag í prófi en hún endaði með 1.einkunn og 194,5 stig af 200 mögulegum sem er hæsta einkunn sem hefur verið gefin í Hlýðni II. Þetta var í þriðja skiptið sem Aska fær 1. einkunn í Hlýðni II hjá þrem mismunandi dómurum og er hún þar með orðin OB-II hlýðni meistari.

Seinna um daginn var haldið fyrsta sporapróf ársinns og vorum við aftur skráð með tvo hunda.
Váli var að taka þátt í Sporaprófi í fyrsta skiptið og byrjaði hann þrusu vel en náði ekki að ljúka prófinu, en það gengur bara betur næst !
Síðan var Aska skráð í Spor III. Í spori III þá er sporaslóðin 1,2 km og búin að liggja í 80-100 mín og hefur hundurinn 45 min til að ljúka slóðinni. Aska mætti heldur betur hress í sporið og rúllaði upp prófinu á innan við 10 mín ! Aska endaði með 1.einkunn eða með 94 stig af 100 mögulegum. Þar sem Aska hefur lokið 1.einkunn í Spori I-III þá er hún orðin ISTrCh Íslenskur sporameistari. En Aska er þriðji og lang yngsti Schafer hundurinn sem nær þessum titli. Gaman að segja frá því að Aska er fyrsti hundurinn á Íslandi sem líkur OB-I, OB-II og ISTrCh !
Það sem við erum ánægð með þessi systkini !


Hérna koma nokkrar myndir af Vála og Heiðrúnu úr Brons prófinu.
Myndar teknar af Þórhildi Bjartmarz

Hérna koma myndir af Ösku úr Hlýðni II
Myndir teknar af Önnu Hermanns.

Væntanlegt Á-got hjá Forynju ræktun !

 Þá er næsta got væntanlegt hjá Forynju ræktun, en Á gotið okkar ætti að fæðast seinnipartinn í júní.
Gotið er undan innfluttu meisturunum okkar, þeim ISJCh Ivan von Arlett og OB-II OB-I Vonziu‘s Asynju.

Gotið er fyrsta gotið hans Ivans okkar, en hann er einungis 19 mánaða gaur. Ivan kemur frá hinu heimsfræga Arlett kennel í þýskalandi þar sem frú Margit van Dorssen ræktar hunda sem hafa náð gríðarlegum árangri um heim allan bæði í vinnu, á sýningum og í ræktun. Ivan er búinn að bræða alla sem hann hefur kynnst síðan að hann kom til landsins, enda erfitt að finna geðbetri hund en hann. Foreldrar Ivans eru bæði framúrskarandi sýningar-, vinnu- og ræktunar hundar og höfum við því miklar væntingar til hans í áframhaldandi ræktun. Hann er virkilega heilsuhraustur rakki með góðar niðurstöður í mjöðmum og olnbogum ásamt því að vera glæsilegur í sýningarhringnum og í vinnu. Aðeins nokkrum vikum eftir að Ivan kom til landsins mætti hann á sýningu hjá HRFÍ og kláraði þar Íslenskan ungliðameistaratitil og hlaut Íslenskt meistarastig aðeins 10 mánaða gamall. Núna hefur hann einnig hlotið bronsmerki HRFÍ og er stigahæsti hundurinn af öllum tegundum það sem af er ári í hlýðni brons. Ivan er byrjaður í sporaþjálfun þar sem hann sýnir afbragðs vinnuhæfileika og stefnum við með hann í próf í sumar.

Ynja á eitt got fyrir og fóru þau fram úr okkar björtustu vonum um frábæra heimilis-, vinnu- og sýningarhunda. Aska sem við héldum eftir hefur verið stigahæsti schafer ársins og stigahæsti hundur ársins (allar tegundir) í vinnu síðan að hún fór í sitt fyrsra próf, tæplega 9 mánaða gömul. Aska eins og Aston bróðir hennar er mynduð með A/A niðurstöður svo Ynja okkar er ekki bara að gefa áfram sitt frábæra geðslag og vinnueiginleika heldur líka frábært heilbrigði. Ynja sjálf hefur náð gríðarlegum árangri síðan að við fluttum hana inn árið 2014, en hún hefur raðað sér í sæti um bestu tík tegundar marg oft, verið á lista yfir stigahæstu tíkur ársins á sýningum og stigahæstu hunda ársins í vinnu ásamt því að vera fyrsti hundurinn á landinu til þess að hljóta gullmerki HRFÍ í hlýðni. Ynja er með eitt Íslenskt meistarastig, er með C-próf í víðavangsleit og snjóflóðaleit hjá björgunarhundasveit Íslands, hefur lokið spor 1 á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ og er með Hlýðni I og Hlýðni II meistara titila og vantar aðeins eina 1. einkunn í hlýðni III til þess að hljóta OB-III titilinn Hlýðni 3 meistari. Ynja hefur eins og Ivan frábæra hunda í ættbókinni sinni, en margir af frægustu ræktunar hundum heims eru í 2. og 3. ættlið hjá henni og því ekki skrítið að hún sé að gefa okkur frábær afkvæmi.

Mikil hugsun og metnaður fóru í innflutninginn á þessum tvemur einstaklingum og pörunin gerð með miklar væntingar í huga. En með því að para Ynju og Ivan leiðum við saman marga af þekktustu hundum heims, ásamt því að koma með inní Íslenska stofninn nýtt og spennandi blóð. Heilbrigði, vinnusemi og rétt bygging koma hér saman í þessari frábæru pörun. Ekki er oft sem tveir innfluttir hundar af þessum gæðum séu paraðir saman og ættu þessir hvolpar að geta gert einstaka hluti fyrir stofninn á Íslandi. Hlökkum við mikið til að fá fallegu Á hvolpana í heiminn og geta áhugasamir haft samband á forynju@gmail.com

Væntanlegt Got
Forynju Ræktun
Júní 2019

ISJCh Ivan von Arlett

img-2380_orig.jpg

OB-II OB-I Vonziu’s Asynja

Ynja+stand.jpg

Sýningarþjálfun hjá Forynju og Gjóskuræktun

Nú styttist óðum í næstu sýningu og á þriðjudagskvöldið seinasta vorum við smá sýningarþjálfun. Við náðum að smelltum við nokkrum myndum af fallegu hundumum okkar á æfingunni áður en það varð of dimmt.

Hundarnir á myndunum eru ISJCh Ivan von Arlett, ISCh PLJCh PLJW-16 Emir vive Vanette, Forynju Aston, OB-I Forynju Aska, ISJCh Gjósku Vænting, ISJCh Gjósku www. Píla.is, ISJCh Gjósku Valkyrja og SG1 Lider von Panoniansee.

Annað hlýðnipróf ársins.

Við skelltum okkur í hlýðnipróf í gær á vegum Vinnhundadeildar HRFÍ með Ivan, Ösku og Ynju. Alls voru 11 hundar skráðir í prófið og vorum við með hund í öllum flokkum nema Hlýðni I.
Þetta var heldur betur góður dagur hjá okkur og enduðu við uppi með "sigurvegarann" í öllum flokkum sem við vorum með skráðan hund í !

Niðurstöðurnar voru eftirfarandi :

ISJCh Ivan von Arlett var skráður í Hlýðni Brons og endaði hann í 1. sæti með 163.5 stig og bronsmerkið !

OB-I Forynju Aska var skráð í Hlýðni II náði hún 1.sæti og 1.einkunn með 162.5 stig

OB-II OB-I Vonziu's Asynja var skráð í Hlýðni III og náði hún 1.sæti og 1.einkunn með 280 stig !

Hérna koma síðan nokkrar myndir úr prófinu, teknar af Önnu Hermanns.

Gleðilega páska !

VIð hjá Forynju ræktun óskum ykkur öllum gleðilegra páska !

Við eyddum þessum fína páskadegi upp í heiði að spora með hunda, meðfylgjandi eru myndir af henni OB-I Forynju Ösku úr sporinu í dag.

ISJCh Ivan von Arlett

Hann Ivan okkar varð eins og hálfs árs núna í vikunni og ákvað Rúna vinkona að bjóða honum með í fjöruferð með sínum hundum og taka nokkrar myndir af gullinu okkar.
Útkoman varð heldur betur skemmileg enda er hann Ivan mjög skemmtilegt myndaefni.