Hlýðnipróf fyrir Norðan á Akureyri

Dagana 29-30 sept var haldið tvöfalt hlýðnipróf á vegum Norðurhunda á Akureyri.
Forynju Aska var skráð í Hlýðni I báða dagana og náði hún 1. sæti og 1.einkunn báða dagana.
Fyrri daginn fékk hún 170,5 stig og þann seinni fékk hún heil 181 stig !

Aska er búin að taka þátt nokkru sinnum í Hlýðni I á árinu og hefur hún ávallt hlotið 1. einkunn.


OB-I Forynju Aska

Í gær var haldið Sporapróf á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ og var Forynju Aska skráð í Spor II.
Spor II er skipt niður í tvo hluta, fyrri hlutinn er “finna spor” og getur hundurinn fengið 20 stig fyrir þann hluta og seinni hlutinn er sporið sjálft sem er 940 m að lengd og er mest hægt að fá fyrir seinni hlutann 80 stig.
Aska kláraði “finna sporið” á innan við mínútu og kláraði allt sporið á 11,58 mín ! En það vantaði einn millihlut þegar við vorum búnar að ljúka sporinu þannig að þar drógust 8 stig frá.
Aska lauk þar með Spori II með 92 stig og 1. einkunn og 1.sæti. Við gætum einfaldlega ekki verið ánæðari með þessa þrusu duglegu tík !

Mynd sem var tekið eftir sporið í gær.

Mynd sem var tekið eftir sporið í gær.

Forynju Arlett

Hann Forynju Arlett kíkti til okkar í heimsókn um daginn og ákváðum við að skella nokkrum myndum af þessum glæsilega rakka sem er að verða 20 mánaða í þessum mánuði.

NKU Norðurlanda og Alþjóðleg sýning HRFÍ - 24.-26. ágúst 2018

Helgina 24-26 ágúst var haldin tvöföld útisýning á vegum HRFÍ. Við hjá Forynju ræktun vorum með 3 hunda skráða og gekk öllum mjög vel en það sem bar af var hann Ivan okkar. Ivan gjörsamlega kom sá og sigraði ! Hann kom úr einangrun um miðjan júlí og var að mæta á sína fyrstu sýningu, hann náði þeim glæsilega árangri að verða BOB Junior fyrri daginn og 3 besti rakki tegundar á eftir tveim glæsilegum meisturum og fékk þar með sitt fyrsta Íslenska meistarastig ásamt Ungliða meistarastiginu. Seinni daginn varð hann Ivan BOS Junior og fékk sitt annað Ungliða meistarastig og er þar með orðinn Íslenskur Ungliðameistari aðeins 10 mánaða gamall og hefur hlotið titilinn ISJCh Ivan von Arlett !

Við erum alveg í skýjunum með niðurstöður helgarinnar.

NKU Norðurlanda sýning HRFí 25.08.2018

Rakkar :
Ungliðaflokkur
Ivan von Arlett - 1. sæti m. excellent og meistaraefni, Ungliðameistarastig, 3 besti rakki tegundar m. Íslenskt meistarastig. Besti ungliði tegundar BOB Ungliði
Unghundaflokkur
Forynju Aston - 1. sæti með very good.

Tíkur:
Vinnuhundaflokkur
Vonziu's Asynja - 2. sæti með excellent.

Alþjóðleg sýning HRFÍ 26.08.2018

Rakkar :
Ungliðaflokkur
Ivan von Arlett - 1. sæti m. excellent og meistaraefni, Ungliðameistarastig besti ungliði af gagnstæðukyni BOS Ungliði.
Unghundaflokkur
Forynju Aston - 1. sæti m. very good.

Tíkur:
Vinnuhundaflokkur
Vonziu's Asynja - 2. sæti með excellent og meistaraefni.

Ivan von Arlett

Nú styttist ört í næstu sýningu og jafnframt fyrstu sýninguna hans Ivan von Arlett. Við tókum stutta æfingu i seinustu viku og náðum að smella nokkrum myndum af honum Ivani sem varð 10 mánaða fimmtudaginn 9. ágúst.

OB-II OB-I Vonziu's Asynja

VIð skelltum okkur í smá myndatöku með hana Ynju okkar í sumar sólinni í vikunni. Þessi gullfallega tík er í miklu uppáhaldi þótt að það sé ljótt að gera uppá milli ! Vinnuglaðari og skemmtilegri hund er varla hægt að finna (þótt að dóttir hennar, Aska, fylgi fast á hæla hennar) og ekki skemmir það fyrir hversu falleg hún er.

Ynja stand.jpg

Ivan von Arlett kominn úr einangrun

Þá er prinsinn okkar hann Ivan loksinns kominn til okkar úr einangruninni og gætum við ekki verið ánæðgaðari með þennan fallega rakka ! Það var greinilega hugsað svo vel um hann í Einangrunarstöðunni. 
Ivan er 9 mánaða og kemur frá Þýskalandi úr hinni þekktu ræktun von Arlett. Mamma hans Ivans er hin glæsilega Andorra von Arlett  og pabbi hans er hinn ungi Giovanni von der Nadine sem varð V1 á Svissneska Sigershow núna um daginn.
Við getum ekki beðið eftir að fá hvolpa undan honum Ivan í framtíðinni !

36988158_10160726704610525_4662891112451538944_n.jpg

OB-I Forynju Aska !

Sunnudaginn 24.06 lauk Forynju Aska Hlýðni I í þriðja sinn með 1. einkunn og er þar með orðinn Hlýðni I meistari (OB-I). Aska hefur tekið þátt þrisvar sinnum í Hlýðni I hjá þremur mismunandi dómurum og hlotið 1. einkunn í öll skiptin.
Aska er einungis 17 mánaða gömul og er hún jafn gömul og mamma hennar Vonziu's Asynja var þegar hún lauk OB-I titlinum á sínum tíma. Gaman að segja frá því að þær mæðgur eru einnig yngstu hundarnir til að hljóta OB-I titilinn hér á landi.

Tvöföld útisýning HRFÍ og Ivan kominn til landsins.

Helgina 8-10. júní var haldin tvöföld útisýning á vegum HRFÍ, sýningin var haldin á Víðistaðatúninu í Hafnarfirði. Á föstudagskvöldinu var haldin hvolpasýning og keppni ungra sýnenda þar sem vinkona okkar hún Snærún Ynja keppti með hann Loka okkar. Snærún og Loki voru glæsileg saman og náðu í annað skipti í röð inná topp 7. 
Á laugardeginum var síðan haldin Reykjavík Winner og NKU sýning sem Morten Matthes frá Danmörku dæmdi. Síðan á sunnudeginum var haldin Alþjóðlegsýning þar sem hún Dina Korna frá Eistlandi dæmdi.

Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

Reykjavík Winner og NKU sýning 09.06.18
Snögghærðir : 
Ungliðaflokkur rakkar - Forynju Aston 1. sæti m. Excellent
Ungliðaflokkur tíkur - Forynju Aska 2. sæti m. Excellent
Síðhærðir : 
Ungliðaflokkur rakkar - Forynju Arlett 1. sæti m. Good.

Alþjóðlegsýning 10.06.18
Ungliðaflokkur rakkar - Forynju Aston 1. sæti m. Excellent
Ungliðaflokkur tíkur - Forynju Aska 2. sæti m. Very Good

Strax eftir sýninguna á mánudags morguninn skelltum við vinkonurnar okkur út til Þýskalands að ná í gullmolann okkar hann Ivan. Ivan er stórglæsilegur og ekki skemmir fyrir hvað hann er einstaklega góður og skemmtilegur hundur. Það verður löng bið eftir að fá hann úr einangruninni !

Ivan von Arlett

Þá er Mast búið að samþykkja alla pappírana hans Ivans og við fengum pláss í einangruninni fyrir hann í næsta holli sem er 11-13 júní. Þannig að núna er spennan að ná hámarki og fljúgum við út strax eftir helgi að ná í gullmolann ! Við getum ekki beðið eftir að fá hann í hendurnar.