Æfingaferð vestur á Snæfellsnes

Við skelltum okkur vestur á Snæfellsnes til Þórhildar í Hundalíf í smá æfingaferð. Við byrjuðum á smá Rallý Hlýðni sem er nokkuð nýtt á Íslandi en er mjög vinsælt erlendis. Enduðum síðan daginn á smá hundafimi. Náðist að smella nokkrum myndum af Forynju Ösku og Vonziu's Asynju í hundafiminni.

Fyrsta hlýðnipróf ársinns 2018

Fyrsta hlýðnipróf ársinns 2018 var haldið sunnudaginn 25. mars í reiðhöllinni á Kjóavöllum.. Við hjá Forynju ræktun vorum með tvo hunda skráða í prófið og voru það mæðgurnar Vonziu's Asynja og Forynju Aska.
 Vonziu's Asynja var skráð í Hlýðni III og náði hún 225 stigum með aðra einkunn. Forynju Aska var skráð í Hlýðni I í fyrsta skiptið en hún Aska varð 1 árs í lok janúar síðast liðinn. Aska gerði sér lítið fyrir og varð í fyrsta sæti með 174 stig  og fékk þar með 1. einkunn og silfurmerkið. Við erum alveg í skýjunum með þessar æðislegu mæðgur, vinnu viljinn og geðslagið í þeim er alveg uppá 10.
Það náðist að smella nokkrum myndum af Ösku í prófinu :)

Ivan von Arlett væntanlegur til Íslands

Þá er Forynju fjölskyldan að fara að stækka, en með góðri hjálp festum við kaup á mjög efnilegum hvolpi frá hinni frægu og virtu ræktun von Arlett.

Hann heitir Ivan von Arlett og kemur með mjög skemmtilegar nýjar blóðlínur til landsins. Hann er fæddur 9. október 2017, úr stóru 11 hvolpa goti sem var mjög jafnt og fallegt. En er það mjög mikilvægt að hundar eigi bæði fallega foreldra, forfeður og systkini þegar horft er til góðra ræktunarhunda.

Ivan er undan hinum gull fallega IPO2 V Giovanni von der Nadine sem er ungur og efnilegur rakki undan hinum heimsfræga IPO2 VA VA1(USA) Schumann von Tronje.

Mamma Ivans er ekki síðri, IPO3 FH1 V Andorra von Arlett er virkilega falleg tík undan frábærum hundum. Andorra hefur sjálf átt 1 got áður og eru það stór glæsilegir hundar sem eru farin að sanna sig á fjölmörgum sýningum í Þýskalandi.
Andorra er undan hinum glæsilega SchH3 IPO3 VA Omen vom Radhaus sem er í sérstöku uppáhaldi hjá mér.
 

Áfram væri hægt að halda í marga daga að telja upp alla þá frægu og flottu hunda sem standa á bakvið hann Ivan okkar og hlökkum við mikið til að fá hann til landsins í sumar.

 

Nokkrar myndir af gullmolanum okkar honum Ivan

Aðalfundur Vinnuhundadeildarinnar 2018

Aðalfundur Vinnuhundadeildarinnar var haldin í kvöld og voru stigahæstu hundar ársinns heiðraðir og fórum við heim með þrenn verðlaun. Vonziu's Asynja var heiðruð fyrir árangur sinn í hlýðni og var hún í fyrsta, öðru og þriðja sæti í Hlýðni III. Forynju Aska var heiðruð fyrir árangur sinn í Hlýðni en hún náði öðru og þriðja sætinu í Hlýðni Brons, sem er fyrsta hlýðniprófið, einnig var Aska heiðruð fyrir árangur sinn í Spori og var hún í fyrsta sæti í Spori I.
Þá voru þrír Schafer hundar heiðraðir af Vinnuhundadeildinni  í kvöld og var þriðji hundurinn hann Juwika Fitness, pabbi hennar Ösku okkar, hann var heiðraður fyrir árangur sinn í Spori en hann var í fyrsta sæti Spori II.  Aska á ekki langt að sækja þennan skemmtilega vinnuvilja og ætlar hún ekkert að gefa foreldrum sínum eftir í hvorki Spori né Hlýðni og stefnum við enþá lengra á þessu ári.

Alþjóðleg sýning 3-4 mars.

Þá er fyrsta sýning ársinns yfirstaðin og vorum við með þrjá hunda skráða á sýninguna og gékk öllum mjög vel og fengu allir hundarnir frá okkur Excellent sem er 1.einkunn.

Snögghærðir rakkar

Forynju Aston :
Ungliðaflokkur - 1.sæti m. Excellent

Snögghærðar tíkur

Forynju Aska
Ungliðaflokkur - 1.sæti m. Excellent
Vonziu's Asynja :
Vnnuhundaflokkur - 2. sæti m. Excellent og meistaraefni.

Gaman uppí heiði

Þrettánda ganga 2018

Áfram halda göngurnar hjá okkur Forynju og Gjóskuræktun og fórum við í frábæra þrettánda göngu í gær, laugardag. 15 schäferhundar og enn fleira fólk mætti og var virkilega góð stemning í hópnum. Hlökkum við mikið til þeirrar næstu og verður hún fljótlega í næsta mánuði.

Gleðilegt nýtt ár.

Við hjá Forynju ræktun viljum óska öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári. Árið 2017 er búið að vera frábært og viðburðaríkt hjá okkur. Við áttum fyrsta gotið okkar 21. janúar þar sem fæddust 4 glæsilegir hvolpar 2 tíkur og 2 rakkar, undan Vonziu's Asynja og Juwika Fitness.
 Hvolparnir hjá okkur eru búnir að vera BOB og/eða BOS í bæði yngri og eldri hvolpaflokk á öllum sýningum HRFÍ allt árið 2017, núna eru "hvolparnir" komnir upp í fullorðins flokk og verður gaman að fylgast með þeim 2018. Forynju Aska varð einning annar besti hvolpur sýningar á september sýningu HRFÍ af 135 hvolpum.
 Forynju Aska lauk einning Bronsprófi í Hlýðni aðeins 8 mánaða gömul og er stigahæsti Schaferinn í Bronsprófi og í öðru og þriðja sæti yfir allar tegundir, þá kláraði hún líka Spor1 með fullt hús stiga eða 100 stig af 100 mögulegum og er þar með stigahæsti hundurinn í Spori1 aðeins 9 mánaða gömul.  
 Vonziu's Asynja tók þátt í Hlýðni III og fékk fyrstu einkunn, hún er fyrsti og eini hundurinn á Íslandi til að ná þeim glæsilega árangri. 
 Spennandi got eru á planinu hjá okkur 2018 undan Ck's Nikita og Vonziu's Asynja, hægt er að sjá meira um gotin hérna. Fullt af skemmtilegum viðburðum eru á döfinni 2018, námskeið, próf, sýningar og göngur. Það er ekki hægt að segja annað en að við erum spent fyrir nýja árinu og því sem það ber í skauti sér.

_MG_7843.jpg

Myndataka 2.12.2017

Skelltum okkur í smá myndatöku upp í heiði í dag.
Á myndunum eru :
OB-I OB-II Vonziu's Asynja
ISCh Kolgrímu Genius Of All Time Hólm
Forynju Aska
Forynju Aston

Winter Wonderland sýning HRFÍ 25-26 Nóv '17

Helgina 25-26 nóv. var síðasta sýning ársinns haldin, sem var jafnframt fyrsta skiptið sem Forynju "hvolparnir"úr A-gotinu kepptu meðal fullorðnu hundana, okkur gékk mjög vel á sýningunni og erum við bara mjög spennt fyrir næsta sýningar ári.

Snögghærðir rakkar:
Forynju Aston : VG Ungliðaflokki 3.sæti
Dómur:
Promissing but still too undeveloped
G prop, Beautiful head, Corr Ears, G angulation
Weak pasterns, moves well, G coat+colours

Snögghærðar tíkur :
Forynju Aska : Exc Ungliðaflokki 3. sæti
Dómur  :
Fem Expr, Correct ears, G angulation,
Beautiful topline, weak pasterns
G in chest, G mover, G Coat+ Colours.
Vonziu's Asynja : Exc VInnuhundaflokki 1 sæti meistaraefni.
Dómur:
Good Prop, Beautiful head, Strong Muzzle
Vg angulation in front, G in body
Bit sloping croup, moves well, G coat
Weak pasterns.