Hlýðnipróf 24.11.2017

Föstudaginn 24.11.2017 var haldið hlýðnipróf á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ. Prófið var haldið í reiðhöllinni í Víðidalnum, fimm hundar voru skráðir í prófið, þrír í Brons og tveir í Hlýðni I. Við skráðum Forynju Ösku í Bronspróf og stóð hún sig frábærlega. Aska náða fyrsta sætinu með 160 stig, en hún var nú þegar búin að fá bronsmerkið og getur því ekki fengið það aftur.
Núna þegar seinasta próf ársinns er lokið þá er Aska í öðru og þriðja sæti yfir stigahæstu hunda ársinns í Hlýðni Brons aðeins einu stigi á eftir fyrsta sætinu og síðan í fyrsta sæti yfir allar tegundir í Spor I. Mamma hennar Vonziu's Asynja er síðan í fyrsta sæti í Hlýðni III yfir allar tegundir.

Sporapróf 25.10.2017

Sporapróf á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ var haldið í gær 25.10.2017, prófið var haldið í Guðmundarlundi við ágætis aðstæður og í blíðskapar veðri. Forynju Aska var skráð í fyrsta skiptið í Sporapróf og keppti hún í Spori I.
  Aska, sem varð 9 mánaða í lok seinustu viku, mætti í prófið og var eins og hún hefði aldrei gert neitt annað en að spora og rúllaði upp prófinu villulaust. 
Aska endaði í 1. sæti af 5 hundum með 100 sig af 100 mögulegum.

Forynju Aska 

Forynju Aska 

Hlýðnipróf 10.10.2017

Hlýðnipróf á vegum Retrieverdeildarinnar var haldið í gær á Hyundai planinu í Garðabænum
Og mættu við með tvo hunda í próf og voru það Vonziu's Asynja og dóttir hennar Forynju Aska.

Vonziu's Asynja keppti í Hlýðni III og hefur átt betri daga í prófi en í gær, þrátt fyrir að hafa núllað í tveimur æfingum, þá fékk hún 208 stig og 3 einkunn.

Forynju Aska mætti í fyrsta skiptið í próf aðeins 8 mánaða gömul og náði sér í  1. sætið í Bronsi með 162 stig af 180 mögulegum og nældi sér í Bronsmerkið. Eins og stigin standa í dag þá er Aska í öðru sæti yfir heildina.

Prófdómari var Þórhildur Bjartmarz.
Prófstjóri var Erla Heiðrún.
Ritari var Marta Sólveig.

Myndir frá Þórhildi Bjartmarz

Hvolpa sýning, ungir sýnendur og Alþjóðleg sýning Hrfí 15-17

Helgin hjá okkur byrjaði á ungum sýnendum, þar sem Snærún Ynja var að keppa með hann Loka okkar(ISCh Kolgrímu Genius of all Time Hólm), stóðu þau sem frábærlega saman og fengu mikið lof frá dómurunum þótt að þau hefðu ekki náð sæti að þessu sinni.
 Síðan var hvolpasýningin þar mættu Forynju Aston, Aska og Alfa stóðu þau sig öll mjög vel með flottar umsagnir frá dómaranum.

Forynju Aston
1 sæti 6-9 mánaða rakki með heiðursverðlaun.
BOS
Forynju Aska
1 sæti 6-9 mánaða tík með heiðursverðlaun.
BOB
Forynju Alfa
2 sæti 6-9 mánaða tík.

Forynju Aska keppti síðar um kvöldið í besta hvolp sýningar og endaði uppi sem annar besti hvolpur sýningar BIS 2!

Alþjóðleg sýning 16.09

Á laugardeginum mættum við með OB-II OB-I Vonziu's Asynja og keppti hún i Vinnuhundaflokki og var í öðru sæti með Exelent, dómaranum fannst Ynja frekar lítil að hennar mati, en Ynja sýndi sig frábærlega og sveif í gegnum hringinn.

Takk allir sem komu og hjálpuðu til á einn eða annan hátt !

Námskeið hjá Hilde á Akureyri 18.08-19.08

Um helgina skellti ég mér norður á Akureyri á námskeið hjá Hilde Ulvatne með Ynju og Ösku.
Hilde er norskur hundaþjálfari sem er mjög fær i sínu fagi og skemmtum við okkur konunglega á námskeiðinu og lærðum fullt af nýjum æfingum sem verður gaman að æfa í vetur.

Væntanlegt got í ágúst !

Væntanlegir hvolpar hjá Forynju ræktun um 8. Ágúst nk undan glæsilegu innfluttu tíkinni okkar henni Ck’s Nikitu og meistaranum ISShCh Gjósku Mána.

Bæði Nikita og Máni eru frí af mjaðma og olnbogalosi, heilbrigð og gullfalleg. Pörunin var vel út hugsuð en með henni sameinum við marga af bestu hundum í heiminum hvað útlit, vinnueiginleika og heilbrigði varðar.

Nikita kom til okkar í desember 2016, en eftir mikla leit að hundi með ættbók sem við sóttumst eftir festum við kaup á þessari yndislegu tík. Hún uppfyllir allar okkar óskir um drauma hund, enda ofboðslega geðgóð falleg og vinnuglöð tík. Hún hefur á bakvið sig marga af sigursælustu og eftirsóttustu hundum heims og berum við því miklar væntingar til hennar sem ræktunartíkar. Nikita hefur aðeins mætt á sýningar hér á landi og fengið frábæra dóma, en aðal áherslan með hana verður í vinnu og í ræktun.

Máni kemur frá vinum okkar hjá Gjósku ræktun og verður þetta hans fyrsta got. Máni er öflugur og fallegur hundur sem er undan sigursælastu ræktunar hundum sem komið hafa til Íslands, Easy von Santamar og Welincha’s Yasko. Bæði voru þau í miklu uppáhaldi hjá okkur og eigum við m.a. rakka undan Yasko. Máni hefur ekki mætt mikið á sýningar en verið mjög sigursæll, sérstaklega hjá sérhæfðum schäfer dómurum. Máni er mjög vinnusamur rakki, dökkur á litinn og minnir einstaklega mikið á afa sinn Ghandi von Arlett.

Er tilhlökkunin eftir hvolpunum orðin mikil enda mikil hugsun og metnaður lagður í þessa pörun. Við erum enn að taka við fólki á biðlista og geta áhugasamir haft samband á forynju@gmail.com eða í s. 897-3078

Sumarsýning HRFÍ 23-25 Júní.

Þá er Sumarsýningu HRFÍ lokið, á föstudagskvöldinu fór fram hvolpasýningin og mættu 3 hvolpar frá okkur og stóðu sig allir svaka vel. Það náðust því miður engar myndir af hvolpunum í dóm á föstudeginum þar sem það ringdi svo gífurlega.
Á Laugardeginum var svo haldin Reykjavík Winner þar sem við vorum bara með einn hund skráðan og var það hún Vonziu's Asynja (Ynja) og var hún sýnd af góðri vinkonu og nöfnu sinni henni Snærúnu Ynju og voru þær ekkert smá flottara saman.
Síðan á sunnudeginum var haldin Alþjóðlegsýning og aftur voru við bara með einn hund skráðan og var það hún Vonziu's Asynja (Ynja), Nikita fékk að vera heima hárlaus að þessu sinni.

Úrslit helgarinnar:

Hvolpasýning föstudaginn 23. júní.

Síðhærðir rakkar 3-6 mánaða.
Forynju Arlett - 1 sæti

Snögghærðir rakkar 3-6 mánða
Forynju Aston - 1 sæti

Snögghærðar tíkur 3-6 mánaða
Forynju Aska - 1 sæti heiðursverðlaun og BOB

Reikjavík Winner HRFÍ 24. júní.

Vonziu's Asynja - 2 sæti í Vinnuhundaflokki með Exelent

Alþjóðlegsýning HRFÍ 25.júní.

Vonziu's Asynja - 2 sæti í Vinnuhundaflokki með Exelent og meistaraefni.

Snærún Ynja og Ynja

Snærún Ynja og Ynja

Hlýðnipróf 13.05.2017

Laugardaginn 13 mai var haldið Hlýðnipróf á vegum Retrieverdeildarinnar og var hún Vonziu's Asynja skráð til leiks í Hlýðni III. Lauk Ynja prófinu með 280 stigum af 320 mögulegum, með 1. einkunn og er þarf af leiðandi fyrsti hundurinn á Íslandi til að ná því. Ynja sem átti hvolpa í lok janúar á þessu ári er búin að vera í pásu frá allri þjálfun í svoldin tíma, sýndi það að hún hefði engu gleymt. Núna er það bara að halda áfram að æfa og klára Hlýðni III.

Deildarsýning Schaferdeildarinnar 2017

Deildarsýning Schaferdeildarinnar var haldin laugardaginn 29 apríl. Þetta var í fyrsta skiptið sem Forynju hundar voru skráðir til leiks. Allir hvolparnir úr A-gotinu voru mættir til leiks og stóðu þeir sig frábærlega. Hvolparnir fengu allir æðislega dóma og hlutu þeir allir heiðursverðlaun. Ck's Nikita var einnig skráð og varð hún önnur í sínum flokk með exelent og frábæran dóm. Erum ekkert smá ángæð með hvolpana okkar !
Hér fyrir neðan má sjá dómana og sætin hjá þeim öllum.

Forynju Arlett :
3 month old masc puppy
Vg bone structure
Real g. Pigmentation.
Corr front, ex over + underline.
Very well ang both front and rear
Corr front, slightly narrow in back
Ex movement
Wonderful temperament.

1 sæti 3-6 mánaða síðhærðir rakkar m. heiðursverðlaun.
BOS puppy.

Forynju Aston :
3 Month old masc puppy
Of ex type
Well build, g. pigmentation
Ex over + underline
g ang in front, very g ang in back
Parallel in front
Parallel moving
Normal Wither in moving
G power in the back.

1 sæti 3-6 mánaða snögghærðir rakkar m. heiðursverðlaun.
BOS Puppy.

Forynju Aska.
3 month old fem well build type
G pigmentation
Corr prop
Ex overline, g underline
Ex bone, almost corr front
V. vell ang front + rear
Ex movement from side for age.

2 sæti 3-6 mánaða snögghærðar tíkur m. heiðursverðlaun.

Forynju Alfa.
3 month old v. fem v. well build
ex prop w. pigment
Normal withers
Slight arch in back while standing
croup of g length but slightly falling
V.g. bone
Ex underline
Parallel front + rear.
3 Sæti 3-6 mánaða snögghærðar tíkur m. heiðursverðlaun.


Ck's Nikita.
Under med sized
Really feminine, vg pigmentation
G over + underline
Well placed croup, well ang front
Really g. ang rear
G. prop
Parallel front, narrow in rear
G movements from side

2 sæti unghundaflokki með exelent.