Væntanlegt got í ágúst !

Væntanlegir hvolpar hjá Forynju ræktun um 8. Ágúst nk undan glæsilegu innfluttu tíkinni okkar henni Ck’s Nikitu og meistaranum ISShCh Gjósku Mána.

Bæði Nikita og Máni eru frí af mjaðma og olnbogalosi, heilbrigð og gullfalleg. Pörunin var vel út hugsuð en með henni sameinum við marga af bestu hundum í heiminum hvað útlit, vinnueiginleika og heilbrigði varðar.

Nikita kom til okkar í desember 2016, en eftir mikla leit að hundi með ættbók sem við sóttumst eftir festum við kaup á þessari yndislegu tík. Hún uppfyllir allar okkar óskir um drauma hund, enda ofboðslega geðgóð falleg og vinnuglöð tík. Hún hefur á bakvið sig marga af sigursælustu og eftirsóttustu hundum heims og berum við því miklar væntingar til hennar sem ræktunartíkar. Nikita hefur aðeins mætt á sýningar hér á landi og fengið frábæra dóma, en aðal áherslan með hana verður í vinnu og í ræktun.

Máni kemur frá vinum okkar hjá Gjósku ræktun og verður þetta hans fyrsta got. Máni er öflugur og fallegur hundur sem er undan sigursælastu ræktunar hundum sem komið hafa til Íslands, Easy von Santamar og Welincha’s Yasko. Bæði voru þau í miklu uppáhaldi hjá okkur og eigum við m.a. rakka undan Yasko. Máni hefur ekki mætt mikið á sýningar en verið mjög sigursæll, sérstaklega hjá sérhæfðum schäfer dómurum. Máni er mjög vinnusamur rakki, dökkur á litinn og minnir einstaklega mikið á afa sinn Ghandi von Arlett.

Er tilhlökkunin eftir hvolpunum orðin mikil enda mikil hugsun og metnaður lagður í þessa pörun. Við erum enn að taka við fólki á biðlista og geta áhugasamir haft samband á forynju@gmail.com eða í s. 897-3078