Væntanlegt Á-got hjá Forynju ræktun !

 Þá er næsta got væntanlegt hjá Forynju ræktun, en Á gotið okkar ætti að fæðast seinnipartinn í júní.
Gotið er undan innfluttu meisturunum okkar, þeim ISJCh Ivan von Arlett og OB-II OB-I Vonziu‘s Asynju.

Gotið er fyrsta gotið hans Ivans okkar, en hann er einungis 19 mánaða gaur. Ivan kemur frá hinu heimsfræga Arlett kennel í þýskalandi þar sem frú Margit van Dorssen ræktar hunda sem hafa náð gríðarlegum árangri um heim allan bæði í vinnu, á sýningum og í ræktun. Ivan er búinn að bræða alla sem hann hefur kynnst síðan að hann kom til landsins, enda erfitt að finna geðbetri hund en hann. Foreldrar Ivans eru bæði framúrskarandi sýningar-, vinnu- og ræktunar hundar og höfum við því miklar væntingar til hans í áframhaldandi ræktun. Hann er virkilega heilsuhraustur rakki með góðar niðurstöður í mjöðmum og olnbogum ásamt því að vera glæsilegur í sýningarhringnum og í vinnu. Aðeins nokkrum vikum eftir að Ivan kom til landsins mætti hann á sýningu hjá HRFÍ og kláraði þar Íslenskan ungliðameistaratitil og hlaut Íslenskt meistarastig aðeins 10 mánaða gamall. Núna hefur hann einnig hlotið bronsmerki HRFÍ og er stigahæsti hundurinn af öllum tegundum það sem af er ári í hlýðni brons. Ivan er byrjaður í sporaþjálfun þar sem hann sýnir afbragðs vinnuhæfileika og stefnum við með hann í próf í sumar.

Ynja á eitt got fyrir og fóru þau fram úr okkar björtustu vonum um frábæra heimilis-, vinnu- og sýningarhunda. Aska sem við héldum eftir hefur verið stigahæsti schafer ársins og stigahæsti hundur ársins (allar tegundir) í vinnu síðan að hún fór í sitt fyrsra próf, tæplega 9 mánaða gömul. Aska eins og Aston bróðir hennar er mynduð með A/A niðurstöður svo Ynja okkar er ekki bara að gefa áfram sitt frábæra geðslag og vinnueiginleika heldur líka frábært heilbrigði. Ynja sjálf hefur náð gríðarlegum árangri síðan að við fluttum hana inn árið 2014, en hún hefur raðað sér í sæti um bestu tík tegundar marg oft, verið á lista yfir stigahæstu tíkur ársins á sýningum og stigahæstu hunda ársins í vinnu ásamt því að vera fyrsti hundurinn á landinu til þess að hljóta gullmerki HRFÍ í hlýðni. Ynja er með eitt Íslenskt meistarastig, er með C-próf í víðavangsleit og snjóflóðaleit hjá björgunarhundasveit Íslands, er með Hlýðni I og Hlýðni II meistara titila og vantar aðeins eina 1. einkunn í hlýðni III til þess að hljóta OB-III titilinn Hlýðni 3 meistari. Ynja hefur eins og Ivan frábæra hunda í ættbókinni sinni, en margir af frægustu ræktunar hundum heims eru í 2. og 3. ættlið hjá henni og því ekki skrítið að hún sé að gefa okkur frábær afkvæmi.

Mikil hugsun og metnaður fóru í innflutninginn á þessum tvemur einstaklingum og pörunin gerð með miklar væntingar í huga. En með því að para Ynju og Ivan leiðum við saman marga af þekktustu hundum heims, ásamt því að koma með inní Íslenska stofninn nýtt og spennandi blóð. Heilbrigði, vinnusemi og rétt bygging koma hér saman í þessari frábæru pörun. Ekki er oft sem tveir innfluttir hundar af þessum gæðum séu paraðir saman og ættu þessir hvolpar að geta gert einstaka hluti fyrir stofninn á Íslandi. Hlökkum við mikið til að fá fallegu Á hvolpana í heiminn og geta áhugasamir haft samband á forynju@gmail.com

Væntanlegt Got
Forynju Ræktun
Júní 2019

ISJCh Ivan von Arlett

img-2380_orig.jpg

OB-II OB-I Vonziu’s Asynja

Ynja+stand.jpg

Sýningarþjálfun hjá Forynju og Gjóskuræktun

Nú styttist óðum í næstu sýningu og á þriðjudagskvöldið seinasta vorum við smá sýningarþjálfun. Við náðum að smelltum við nokkrum myndum af fallegu hundumum okkar á æfingunni áður en það varð of dimmt.

Hundarnir á myndunum eru ISJCh Ivan von Arlett, ISCh PLJCh PLJW-16 Emir vive Vanette, Forynju Aston, OB-I Forynju Aska, ISJCh Gjósku Vænting, ISJCh Gjósku www. Píla.is, ISJCh Gjósku Valkyrja og SG1 Lider von Panoniansee.

Annað hlýðnipróf ársins.

Við skelltum okkur í hlýðnipróf í gær á vegum Vinnhundadeildar HRFÍ með Ivan, Ösku og Ynju. Alls voru 11 hundar skráðir í prófið og vorum við með hund í öllum flokkum nema Hlýðni I.
Þetta var heldur betur góður dagur hjá okkur og enduðu við uppi með "sigurvegarann" í öllum flokkum sem við vorum með skráðan hund í !

Niðurstöðurnar voru eftirfarandi :

ISJCh Ivan von Arlett var skráður í Hlýðni Brons og endaði hann í 1. sæti með 163.5 stig og bronsmerkið !

OB-I Forynju Aska var skráð í Hlýðni II náði hún 1.sæti og 1.einkunn með 162.5 stig

OB-II OB-I Vonziu's Asynja var skráð í Hlýðni III og náði hún 1.sæti og 1.einkunn með 280 stig !

Hérna koma síðan nokkrar myndir úr prófinu, teknar af Önnu Hermanns.

Gleðilega páska !

VIð hjá Forynju ræktun óskum ykkur öllum gleðilegra páska !

Við eyddum þessum fína páskadegi upp í heiði að spora með hunda, meðfylgjandi eru myndir af henni OB-I Forynju Ösku úr sporinu í dag.

ISJCh Ivan von Arlett

Hann Ivan okkar varð eins og hálfs árs núna í vikunni og ákvað Rúna vinkona að bjóða honum með í fjöruferð með sínum hundum og taka nokkrar myndir af gullinu okkar.
Útkoman varð heldur betur skemmileg enda er hann Ivan mjög skemmtilegt myndaefni.

Fyrsta Hlýðnipróf ársinns 2019

Fyrsta Hlýðnipróf árisnns 2019 var haldið í reiðhöllinni á kjóavöllum (gömlu Andvarahöllinni).
Tíu hundar voru skráðir í prófið og þar af voru við með tvo hunda skráða. Forynju Aska var skráð í Hlýðni II og Vonziu’s Asynja var skráð í Hlýðni III.

Við byrjuðum daginn á henni Ösku og brilleðari hún í prófinu og endaði með 1. einkunn og Gullmerki HRFÍ og er hún annar Schaferinn sem hlýtur Gullmerkið. Gaman að segja frá því að mamma hennar, hún Ynja, var einmitt fyrsti hundurinn til að hljóta merkið af öllum tegundum !

Ynja mætti síðan í Hlýðni III og stóð sig mjög vel og vantaði hana einungis 6,5 stig upp í 1.einkunn !
Þar af leiðandi hlaut hún 2.einkunn að þessu sinni en við rúllum þessu upp næst.

Alþjóðleg-Norðurljósasýning 23.-24. febrúar

Nú er fyrsta sýning ársinns yfirstaðin og var þetta engin smá sýning hjá okkur !

Fyrir tæpum þremur vikum síðan kom hann N.UCH DKCH Welincha’s Whimpy úr einangrun. Hann Whimpy kemur að láni frá Noregi frá vinafólki okkar og Gjósku ræktun. Whimpy mun koma til að búa hjá okkur á Íslandi í tæpt eitt ár.

Það má alveg segja það að hann Whimpy kom sá og gjörsamlega sigraði !
Whimpy var valinn besti rakki tegundar, með CAC, CACIB og Norðurljósa CAC og er þar með orðinn Íslenskur meistari. Þar sem Whimpy er Danskur og Norskur meistari þá þurfti hann bara eitt Íslenskt CAC til að verða ISCH (Íslenskur meistari).
Whimpy varð síðan Besti hundur tegundar og þaðan fór hann í stóra hringinn og keppti um sæti í grúbbu 1. Gerði hann sér lítið fyrir og vann grúbbuna !

Sigur ganga Whimpy stoppaði síðan ekkert þar…

Keppti hann síðan um Besta hunda sýningar og vann !

Við erum enþá alveg í skýjunum eftir helgina og gætum við ekki verið ánægðari með þennan gullfallega hund sem við og besta vinkona mín hún Rúna(Gjósku ræktun) fengum að láni frá vinum okkar í Noregi þeim Ragnhild, Leif og Toril.Látum nokkar myndir fylgja af molanum með eigandanum sínum og ræktanda í hringum um helgina.
Myndir teknar af Ágúst Ágústsson og Ólöf Gyða Risten.Ungirsýnendur 24. feb

Sunnudaginn 24 . feb var haldin fyrsta keppni ungra sýnenda á árinu 2019. Þar mætti hún Snærún Ynja vinkona okkar með hann Loka okkar. Snærún tók þátt í eldri flokki þar sem hvorki meira né minna voru 16 keppendur. Í eldri flokki ungra sýnenda er gríðalega hörð keppni og fullt af flottum ungum sýnendum.

Snærún og Loki rúlluðu þessu alveg gjörsamlega upp og lentu í 2 sæti af 16 keppendum !
Innilega til hamingju með þennan glæsilegan árangur.

Hérna er nokkar myndir af þeim vinunum úr hringnum á sunnudeginum.
Myndirnar koma frá ÁÁ.

Frábærar fréttir !

Þann 21. janúar þá urðu Forynju Aska og Aston 2 ára. Við fórum með systkinin í mjaðma og olgnboga myndartöku á afmælisdaginn þeirra og niðurstöðurnar voru að koma í hús í vikunni…

Þau eru bæði A/A sem þýðir að þau eru bæði frí af mjaðma og olgnboga losi !

Við gætum ekki verið ánæðari með niðurstöðurnar. Ekki nóg með að vera einfaldlega best í öllu (mjög hlautlaust mat) þá eru einnig mjög heilbirgð !

Hér er nokkrar myndir af krúttunum.