ISTrCh ISObCh OB-III OB-II OB-I Forynju Bara Vesen

Þann 25. febrúar var fyrsta hlýðnipróf ársins haldið og mætti Vesen aftur til leiks eftir 10 vikna fæðingarorlof 💪

Hún lét pásuna ekki stoppa sig og landaði 1.einkunn og 1.sæti í Hlýðni III en þetta var í þriðja sinn sem Vesen náði 1.einkunn og öðlaðist hún þar með titlana OB-III og ISObCh! 🤩

Hún er þriðji schäferhundur landsins til þess að hljóta þessa titla en hinir eru mamma hennar Aska og amma hennar Ynja👏

Það sem við erum ánægð með Vesenið okkar, hún er einfaldlega best!🥰

Forynju Í-got 6 vikna

Hvolparnir okkar urðu 6 vikna í vikunni !
Það sem þessir molar eru stórglæsilegir og skemmtilegir og ávalt gaman að smella af þeim myndum,

F: ISShCh Pablo vom Team Panoniansee
M: ISTrCh OB-II OB-I Forynju Bara Vesen

Heiðrun Vinnuhundadeildar HRFÍ 14. jan

Sunnudaginn 14 jan. hélt Vinnuhundadeild HRFÍ heiðrun fyrir stigahæstu hunda í vinnuprófum fyrir árið 2023. En það voru all nokkur verðlaun sem við hjá Forynju Ræktun fórum heim með !

- ISTrCh OB-II OB-I Forynju Bara Vesen
*Hlýðnihundur ársins 2023
*Sporahundur ársins 2023
*Stigahæsti hundurinn í Hlýðni III
*Stigahæsti hundurinn í Spori III
*Stigahæsti hundurinn í Spori Elite

-ISJCh ISW-23 ISJW-22 OB-I Forynju Gló & Hildur Kristín
* Stighæstihundurinn í Hlýðni Brons

-OB-I Forynju Gleym Mér EI & Anna Lilja
* Stigaæsti hundurinn í Spor II
*Stigahæsti hundurinn í Hlýðni I
* Þriðji stigahæsti hundurinn í Spor I
* Sporahundur ársins 3.sæti

-OB-I Forynju Einstök
* Annar stigahæsti hundurinn í Hlýðni I
* Annar stigahæsti hundurinn í Spor I

- ISTrCh Forynju Breki & Sölvi Snær
*Sporahundur árins 2.sæti
*Annar stigahæsti hundurinn í Spori III

- Forynju Bestla & Maria Jonsdottir
*Þriðji stigahæsti hundurinn í Spor III

Forynju Í-got

Í gotið okkar er orðið 4 vikna það sem þessir molar okkar eru sætir !

F: ISShCh Pablo vom Team Panoniansee
M: ISTrCh OB-II OB-I Forynju Bara Vesen

Gleðilegt nýtt ár !

Um leið og við viljum óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir samfylgdina á árinu sem leið þá langar okkur að kynna nýjasta gotið okkar Forynju Í-got !
En þann 12 desember síðast liðinn þá fæddust hjá okkur 5 hvolpar, 1 tík og 4 rakkar, undan stórstjórnunni okkar henni ISTrCh OB-II OB-I Forynju Bara Vesen og hinum stór glæsilega ISShCh Pablo vom Team Panoniansee. Hvolparnir stækka og dafna, eru allir búnir að opna augun og eru þeir farnir að brölta út um allt. Við erum alveg í skýjunum með þessa gullfallegu hvolpa.

Frábær endir á sýningarárinu hjá Forynju!

Á síðustu sýningu ársins gekk okkur vel að vanda, Forynju Hroki endaði árið með stæl og bætti við sig 2 titlum. Hroki varð BOS ungliði og varð bæði Ungliðameistari - ISJCh og Íslenskur ungliða Winner 2023 - ISJW-23. Svo mætti prinsessan á bauninni hún Gló og bætti í titla safnið sitt, en varð hún enn og aftur besta tík tegundar, hlaut sitt 3. Íslenska meistarastig og fyrsta norðurlanda meistarastig, hlaut titilinn ISW-23 og endaði árið sem stigahæsta snögghærða schäfertík ársins.

Forynju ræktun átti einnig besta ræktunarhóp tegundar og endaði hópurinn sem besti ræktunarhópur sýningar. Tryggði það okkur öruggt 3. Sæti yfir stigahæstu ræktendur HRFÍ yfir allar tegundir. Vorum við lang stigahæsta Schäfer ræktunin hjá HRFÍ og hjá Schäfer deildinni erum við langt fyrir ofan næsta ræktanda í snögghærða afbrigðinu. Getum við ekki verið annað en ofur stolt af litlu og ungu ræktuninni okkar og hlökkum til næsta árs.

Takk allir frábæru eigendur Forynju hundanna og sýnendurnir okkar, án ykkar væri þetta bara draumur

Síðasta Hlýðnipróf ársins 2023

Sunnudaginn 19 nóv. var haldið síðasta Hlýðnipróf ársins á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ. Dómari var Þórhildur Bjartmarz og prófstjóri var Silja Unnarsdóttir.
Dagurinn var heldur betur góður og eignuðumst við tvo nýja OB-I Hlýðni meistara, systurnar ISJCh ISJW-22 Forynju Gló og Forynju Gleym Mér Ei. Ekkert smá Glæsilegur árangur hjá þessum ungu systrum sem eru ekki einu sinni orðnar 2 ára gamlar.
OB-I Forynju Einstök tók og rúllaði upp prófinu og endaði í 1. sæti í Hlýðni I af 7 hundum með 187,5 stig af 200 mögulegum !

En niðurstöður voru eftirfarandi :

OB-I Forynju Einstök og @hildurspals : 187,5 stig og 1.einkunn.
OB-I ISJCh ISJW-22 Forynju Gló og @hildurkth : 176 stig og 1 einkunn.
OB-I Forynju Gleym Mér Ei "Eldey" og @annaliljaa : 160 stig og 1. einkunn.

Væntanlegt got í desember '23 !

Eftirvæntingin er í hámarki, en loksins ákváðum við að para uppáhaldið okkar hana Vesen, eftir glæsilegan árangur í vinnu og á sýningum. Staðfest er væntanlegt got í desember undan meisturunum ISTrCh OB-II OB-I Forynju Bara Vesen og ISShCh Pablo vom Team Panoniansee. Bæði eru þau frí af mjaðma og olnbogalosi, einstaklega geðgóð og útlitið er í sérflokki. Hvolparnir afhendast í febrúar, heilsufarsskoðaðir, örmerktir, skráðir í dýraauðkenni, ættbókarfærðir hjá HRFÍ og með veglegan hvolpapakka frá Eukanuba. Áhugasamir geta sent email á forynju@gmail.com.

Vesen hefur verið síðustu ár á lista yfir stigahæstu tíkur landsins á sýningum, en ennfremur hefur hún trónað á toppi lista stigahæstu vinnuhunda landsins. Hún er einstaklega falleg tík, dökk á litinn og með framúrskarandi vinnueiginleika tegundarinnar. Hún er einnig ofboðslega heilbrigð bæði á líkama og sál og bræðir alla sem henni kynnast. Vesen á ekki langt að sækja gæðin, en foreldrar hennar eru bæði margfaldir meistarar, frábærir vinnuhundar, heilbrigð og hafa gefið af sér fyrsta flokks afkvæmi á öllum sviðum. Við vorum ekkert að flýta okkur að para Vesen, en nú fannst okkur rétti tíminn og rétti rakkinn til á móti henni.

Pablo kemur frá Panoniansee ræktun eins og Lider pabbi Vesenar, en það er ein virtasta ræktun í evrópu. Hann er Íslenskur sýningarmeistari og er í fullri þjálfun fyrir bæði hlýðni og spor, en hann hefur sýnt okkur yfir hversu frábærum vinnueiginleikum hann býr. Pablo hefur verið einn af stigahæstu rökkum landsins á sýningum síðan að hann kom til Íslands og vekur ávalt eftirtekt í hringnum sem og utan hans með sínu einstaka geðslagi, dökka lit og frábæru hreyfingum. Við eigum fyrir 2 got undan Pablo og erum virkilega ánægð með afkvæmi hans hjá okkur.

Erum við einstaklega spennt fyrir þessu fyrsta goti hjá Vesen okkar, enda eru hér á ferðinni bestu blóðlínur í heiminum, foreldrar og forfeður sem skara framúr á öllum sviðum og eru bæði Pablo og Vesen hundar sem allir myndu vilja eiga inná sínu heimili.

ISTrCh OB-II OB-I Forynju Bara Vesen

ISShCh Pablo vom Team Panoniansee

Hvolpasýning HRFÍ 4. nóv

Laugardaginn 4. nóv var haldin skemmtileg hvolpasýning á vegum HRFÍ.
Við hjá Forynju ræktun áttum 5 hvolpa skráða, 1 síðhærðann og 4 snögghærða, allir hvolparnir okkar fengu einkunina Sérlega Lofandi og frábærar umsagnir !
Dómi var Erna Ómarsdóttir

Forynju Ivan Jr byrjaði daginn á að vera Besti hvolpur tegundar í síðhærðum og í flokki snögghærða var það systir hans hún Forynju Indæla Píla sem varð Besti hvolpur tegundar. En hún Píla gerði gott betur og varð 3 hvolpur sýningar seinna um daginn úr risastórum hópi!

Síðhærðir :
Forynju Ivan Jr. : Sérlega Lofandi - Besti rakki 6-9 mánaða - BOB Hvolpur
Snögghærðir :
Forynju Innipúki : Sérlega Lofandi -Besti rakki 6-9 mánaða - BOS Hvolpur
Forynju Illur Jötunn : Sérlega Lofandi - 2. besti rakki 6-9 mánaða.
Forynju Indæla Píla : Sérlega Lofandi -Besta tík 6-9 mánaða - BOB Hvolpur - 3. Besti hvolpur sýningar.
Forynju Iðrun : Sérlega Lofandi -2. besta tík 6-9 mánaða.

Alþjóðlegsýning HRFÍ 7. október

Síðast liðna helgi var haldin næst síðasta sýning ársins 2023.
Við hjá Forynju ræktun áttum góðan hóp af hundum skráðann, en helstu úrslit voru þessi :

Snögghærðir :
Forynju Iðrun - BOB - Besti hvolpur tegundar - 4 besti hvolpur sýningar
ISTrCh OB-II OB-I Forynju Bara Vesen - 3. besta tík tegundar
Forynju Gleym Mér Ei - 4. besta tík tegundar.
Forynju Ræktunarhópur - Besti ræktunarhópur tegundar og 3.besti ræktunarhópur sýningar.

Síðhærðir :
Forynju Ivan Jr - BOS - Besti hvolpur tegundar af gagnstæðukyni
OB-I Forynju Einstök - 3. besta tík tegundar með íslenskt meistarastig.

Gaman er að segja frá því að nú þegar ein sýning er eftir á árinu þá er Forynju ræktun í 4 sæti yfir stigahæstu ræktendur HRFÍ og efst allra Schafer ræktenda á íslandi!