Jólaheiðrun Schäferdeildarinnar 2018

Miðvikudagskvöldið 12 desember var Schäferdeildin með jólaheiðrun til að heiðra stigahæstu hunda á sýningum og í vinnu.
Mæðgurnar Vonziu’s Asynja og Forynju Aska voru heiðraðar fyrir árangur sinn í vinnu á árinu 2018.

Forynju Aska var stigahæsti hundurinn í Hlýðni I og í Spori II
Vonziu’s Asynja var stigahæsti hundurinn í Hlýðni III

48277720_486167391791022_3861101498033242112_n.jpg

Vonziu's Asynja 5 ára !

Drottningin okkar hún Ynja varð 5 ára í gær !

Myndin hér fyrir neðan var tekin af drottningunni á afmælisdaginn, ekki má sjá á henni að hún sé orðin 5 ára gömul nema gráa skeggið kemur aðeins upp um hana.

47572795_352918828618890_6916348646074089472_n.jpg

Og nokkrar myndir af drottningunni í gegnum tíðina !

Síðasta sýning ársinns.

Þá er seinustu sýningu ársinns lokið, en glæsileg Winter Wonderland sýning HRFÍ var haldin helgina 23-25 nóv síðast liðinn. Schaferinn var sýndur á laugardeginum og dómari að þessu sinni var Leif Herman Wilberg frá Noregi.
 Við vorum einungis með 2 hunda skráða og gekk okkur hundum mjög vel. Nú er bara að hlakka til næsta sýningarárs.

Úrslit :
 Ivan von Arlett – Exc 1. sæti ungliðafl.
 Forynju Aska – Exc 1. sæti vinnuhundaflokkur, meistaraefni.

45978198652_6f9a0e7300_o.jpg

Hlýðnipróf 21 okt. 2018

Sunnudaginn 21 okt, var haldið hlýðnipróf á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ. Vorum við með 1 hund skráðan í prófið og var það hún Forynju Aska.
Aska rúllaði upp prófinu og náði frábæru skori. Hún náði 1 sæti, 1 einkunn og 190,5 stig af 200 mögulegum !

img-2787_orig.jpg

30 ára afmælissýning Schaferdeildarinnar.

Helgina 13-14 okt. var haldin tvöföld afmælissýning Schaferdeildarinnar. Mættum við með 5 hunda á sýninguna og gekk þeim öllum vel.

Á laugardeginum kom dómari frá Hollandi hann Gerard Bakker. Hann hefur ræktað schäfer í áratugi undir ræktunarnafninu vom Haus Lacherom með góðum árangri. Hann Bakker hafði orð af því að hún Aska okkar yrði góð ræktunnar tík í framtíðinni sem gladdi okkur mikið að heyra.

Á sunnudeginum 14. október mætti svo hinn virti dómari Joachim Stiegler, en dæmir hann á Siegershow nánast ár hvert og nýtur mikillar virðingar og vinsælda sem dómari. Stiegler hefur einnig ræktað tegundina í áraraðir undir ræktunarnafninu vom Stieglerhof.

Hérna koma síðan úrslitin og fyrir neðan má síðan sjá myndir sem voru teknar á deildarsýningunni af honum Ágústi Ágústssyni.

Laugardagur :
Dómari Gerard Bakker

Síðhærðir
Ungliðaflokkur rakkar

Forynju Arlett - Very Good 1.sæti

Snögghærðir
Ungliðaflokkur rakkar


Ivan von Arlett - Very Good 1.sæti

Unghundaflokkur rakkar

Forynju Aston - Very Good 2. sæti

Vinnuhundaflokkur rakkar

Kolgrímu Genius Of All Time Hólm Excellent 2. sæti

Vinnuhundaflokkur tíkur

Forynju Aska - Excellent 1. sæti

————————————————————————————————————————————————————-

Sunnudagur
Dómari Joachim Stiegler

Snögghærðir
Ungliðaflokkur rakkar


Ivan Von arlett - Excellent 1.sæti, meistaraefni, 5 besti rakki tegundar, annar besti ungliði tegundar.

Unghundaflokkur rakkar

Forynju Aston - Excellent 1.sæti, meistaraefni, 6 besti rakki tegundar.

Vinnuhundaflokkur rakkar

Kolgrímu Genius Of All Time Hólm Excellent 2. sæti

Vinnuhundaflokkur tíkur

Forynju Aska - Excellent 1 sæti meistaraefni.

Síðhærðir
Ungliðaflokkur rakkar

Forynju Arlett - Very Good 1.sæti

Myndataka í Rauðhólum

Við skelltum okkur í smá myndatöku seinustu helgi með vinkonum okkar í Gjósku ræktun.
Stóð til að taka heilann helling af myndum en þar sem sólin ákvað að yfirgefa okkur og hagélið fylgdi skömmu síðar, þá ákváðum við að láta myndatökuna bíða betri tíma.
En við náum hinsvegar að smella nokkrum myndum af feðginunum CIB ISCh RW-16 RW-15 BISS SG1 Juwika Fitness og OB-I Forynju Ösku.

Hlýðnipróf fyrir Norðan á Akureyri

Dagana 29-30 sept var haldið tvöfalt hlýðnipróf á vegum Norðurhunda á Akureyri.
Forynju Aska var skráð í Hlýðni I báða dagana og náði hún 1. sæti og 1.einkunn báða dagana.
Fyrri daginn fékk hún 170,5 stig og þann seinni fékk hún heil 181 stig !

Aska er búin að taka þátt nokkru sinnum í Hlýðni I á árinu og hefur hún ávallt hlotið 1. einkunn.


OB-I Forynju Aska

Í gær var haldið Sporapróf á vegum Vinnuhundadeildar HRFÍ og var Forynju Aska skráð í Spor II.
Spor II er skipt niður í tvo hluta, fyrri hlutinn er “finna spor” og getur hundurinn fengið 20 stig fyrir þann hluta og seinni hlutinn er sporið sjálft sem er 940 m að lengd og er mest hægt að fá fyrir seinni hlutann 80 stig.
Aska kláraði “finna sporið” á innan við mínútu og kláraði allt sporið á 11,58 mín ! En það vantaði einn millihlut þegar við vorum búnar að ljúka sporinu þannig að þar drógust 8 stig frá.
Aska lauk þar með Spori II með 92 stig og 1. einkunn og 1.sæti. Við gætum einfaldlega ekki verið ánæðari með þessa þrusu duglegu tík !

 Mynd sem var tekið eftir sporið í gær.

Mynd sem var tekið eftir sporið í gær.

Forynju Arlett

Hann Forynju Arlett kíkti til okkar í heimsókn um daginn og ákváðum við að skella nokkrum myndum af þessum glæsilega rakka sem er að verða 20 mánaða í þessum mánuði.

NKU Norðurlanda og Alþjóðleg sýning HRFÍ - 24.-26. ágúst 2018

Helgina 24-26 ágúst var haldin tvöföld útisýning á vegum HRFÍ. Við hjá Forynju ræktun vorum með 3 hunda skráða og gekk öllum mjög vel en það sem bar af var hann Ivan okkar. Ivan gjörsamlega kom sá og sigraði ! Hann kom úr einangrun um miðjan júlí og var að mæta á sína fyrstu sýningu, hann náði þeim glæsilega árangri að verða BOB Junior fyrri daginn og 3 besti rakki tegundar á eftir tveim glæsilegum meisturum og fékk þar með sitt fyrsta Íslenska meistarastig ásamt Ungliða meistarastiginu. Seinni daginn varð hann Ivan BOS Junior og fékk sitt annað Ungliða meistarastig og er þar með orðinn Íslenskur Ungliðameistari aðeins 10 mánaða gamall og hefur hlotið titilinn ISJCh Ivan von Arlett !

Við erum alveg í skýjunum með niðurstöður helgarinnar.

NKU Norðurlanda sýning HRFí 25.08.2018

Rakkar :
Ungliðaflokkur
Ivan von Arlett - 1. sæti m. excellent og meistaraefni, Ungliðameistarastig, 3 besti rakki tegundar m. Íslenskt meistarastig. Besti ungliði tegundar BOB Ungliði
Unghundaflokkur
Forynju Aston - 1. sæti með very good.

Tíkur:
Vinnuhundaflokkur
Vonziu's Asynja - 2. sæti með excellent.

Alþjóðleg sýning HRFÍ 26.08.2018

Rakkar :
Ungliðaflokkur
Ivan von Arlett - 1. sæti m. excellent og meistaraefni, Ungliðameistarastig besti ungliði af gagnstæðukyni BOS Ungliði.
Unghundaflokkur
Forynju Aston - 1. sæti m. very good.

Tíkur:
Vinnuhundaflokkur
Vonziu's Asynja - 2. sæti með excellent og meistaraefni.